fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Heimir Hallgríms að taka við landsliði Jamaíka

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er sagður vera að taka við landsliði Jamaíka. Þetta fullyrðir einn fjölmiðillinn í Jamaíka, Jamaica Gleaner. 

Heimir var síðast þjálfari katarska félagsins Al-Arabi en hann yfirgaf liðið á síðasta ári og hefur undanfarið verið ráðgjafi Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV í Bestu deild karla.

Rudolph Speid, yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Jamaíka sagði í samtali við Jamaica Gleaner að samkomulag hefði náðst við nýjan landsliðsþjálfara fyrir landslið Jamaíka en hann vildi ekki staðfesta um hvaða þjálfara væri að ræða.

Jamaíka er í 62. sæti á styrkleikalista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United