Það eru ófáir góðir leikmenn sem spila í tyrkensku úrvalsdeildinni í dag en mikill liðsstyrkur hefur borist í sumar.
Leikmenn á borð við Dele Alli, Mauro Icardi, Juan Mata og Nathan Redmond hafa allir gert samning við lið í Tyrklandi á undanförnum vikum.
Það er ansi áhugavert að skoða draumalið leikmanna í Tyrklandi og þar kannast margir við þau nöfn.
Enska götublaðið Sun tók saman draumalið tyrknensku deildarinnar en þar eru margir fyrrum leikmenn í ensku úrvalsdeildinni.
Alli, Mata, Redmond, Mesut Özil, Roman Saiss, Bertrand Traore og Lucas Torreira eru í liðinu og hafa allir leikið á Englandi.
Hér má sjá liðið.