fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Aðalstyrktaraðili Liverpool stuðlar að eyðileggingu á heimasvæði Diaz

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. september 2022 17:00

Luis Diaz fagnar marki / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virti miðillinn The Athletic fjallar í dag um þann skaða sem Standard Chartered, fjárfestingabanki og aðalstyrktaraðili enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er að valda á heimaslóðum Luis Diaz, leikmanns liðsins.

Miðillinn hefur undanfarið rannsakað tengsl bankans við eigendur Cerrejon-námunnar í norðurhluta Kólumbíu, á Barrancas svæðinu, nálægt þar sem Diaz ólst upp.

Tvö ár eru síðan Sameinuðu þjóðirnar báðu kólumbísk stjórnvöld um að hætta starfsemi í námunni, þar sem rannsóknir sýndu fram á að hún hafi ollið alvarlegum skaða á umhverfinu, sem og heilsu stærsta frumbyggjasamfélags landsins, Wayuu ættbálkinum. Diaz fæddist inn í samfélagið.

Samkvæmt frétt The Athletic hefur Standard Chartered lagt rúmlega 7,5 milljarða Bandaríkjadala í starfsemi fyrirtækja sem eiga hlut í Cerrejon-námunni.

Einnig kemur fram að annar styrktaraðili, AXA, hafi lagt 22 milljónir bandaríkjadala í Glencore, sem er einn af eigendum námunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest