fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Carragher tjáir sig um nýjustu kaup Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 2. september 2022 11:00

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arthur Melo, nýr miðjumaður liðsins, sé ekki framtíðarlausn en hann skilji það að fá hann til skamms tíma.

Arthur gekk í gær í raðir Liverpool frá Juventus. Brasilíski miðjumaðurinn verður á láni hjá Liverpool út þessa leiktíð. Svo á enska félagið eftir að kaupa hann.

Liverpool hefur verið í vandræðum á miðjunni á leiktíðinni. Því ákvað félagið að sækja Arthur á lokadegi félagaskiptagluggans í gær.

„Ég held að Arthur sé ekki lausn Liverpool næstu þrjú eða fjögur árin. Þeir þurfa yngri og kraftmeiri leikmann. Ég held að Arthur sé kominn inn til að fylla í skarð. Þess vegna er Liverpool að fá hann á láni á síðustu stundu,“ segir Carragher.

Arthur er 26 ára gamall. Hann hefur verið á mála hjá Juventus síðan 2020. Þar áður var hann hjá Barcelona.

„Miðjumaðurinn sem Liverpool þarf er ekki á lausu núna, svo ég held að það sér skynsamlegt að fá mann á láni,“ segir Carragher, en Liverpool hefur til að mynda verið sagt hafa áhuga á Jude Bellingham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi