fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Howe fær loks gleðitíðindi í skugga meiðsla lykilmanna

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Alexander Isak varð fyrir helgi dýrasti leikmaður í sögu Newcastle, er hann gekk í raðir félagsins frá Real Sociedad fyrir um 60 milljónir punda. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Isak er 22 ára gamall sænskur framherji en fjöldi stórliða hefur fylgst með framgöngu hans á Spáni.

Hann er nú kominn með atvinnuleyfi á Englandi og má því mæta Liverpool með Newcastle í kvöld.

Þetta eru afar jákvæðar fréttir fyrir Eddie Howe, stjóra Newcastle, þar sem Callum Wilson verður fjarverandi í kvöld. Þá er líklegt að Allan Saint-Maximin verði það einnig.

Leikur Liverpool og Newcastle hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“