Scott Parker hefur verið látinn fara sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth. Félagið staðfestir þetta.
Þetta kemur í kjölfar 9-0 taps liðsins gegn Liverpool um helgina. Liðið er með þrjú stig eftir fjóra leiki í deildinni.
Parker var til viðtals eftir leikinn gegn Liverpool og sagði að hópur hans væri ekki nógu sterkur.
Hann tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð og kom liðinu upp um deild í vor.
Gary O’Neil mun tímabundið taka við stjórn liðsins, með aðstoð Shaun Cooper og Tommy Elphick.
AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.
— AFC Bournemouth 🍒 (@afcbournemouth) August 30, 2022