Það er ólíklegt að Manchester United muni kaupa fleiri leikmenn í sumar eftir komu Antony frá Ajax.
Antony er mættur til Manchester en myndband af honum á æfingasvæði félagsins birtist í dag.
Antony kostar Man Utd 85 milljónir punda og mun það klára viðskipti enska félagsins í glugganum.
Telegraph segir að buddan sé tóm eftir þessi kaup á Antony sem er vængmaður og þykir mjög öflugur.
Man Utd mun þó líklega fá inn Martin Dubravka frá Newcastle en hann kostar lítið og verður varamarkvörður.
Hér má sjá myndband af Antony í Manchester.
Antony at Carrington 🤩
— UtdDistrict 🔰 (@UtdDistrict) August 29, 2022