Pep Guardiola, stjóri Manchester City, viðurkennir að Bernardo Silva sé mjög hrifinn af spænska stórliðinu Barcelona.
Bernardo hefur verið orðaður við Börsunga í allt sumar en félagið þyrfti að bora allt að 80 milljónir evra fyrir hans þjónustu.
Guardiola vill auðvitað halda sínum manni í Manchester en viðurkennir að hann horfi aðeins til Spánar.
,,Við viljum Bernardo halda Bernardo hér hjá okkur en ég vil ekki að einhver sé óánægður,“ sagði Guardiola.
,,Það fyrsta sem þyrfti að gerast er að félögin nái samkomulagi – auðvitað vil ég hafa hann í mínu liði.“
,,Það er hins vegar rétt að Bernardo er mjög hrifinn af Barcelona.„