fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Fá fríspil í ár en næst verða engar afsakanir

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 14:10

Alfreð Elías (til vinstri) tók við liði Grindavíkur fyrir ári síðan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík er í níunda sæti Lengjudeildar karla þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðið er þó tólf stigum frá fallsvæðinu.

Grindvíkingar féllu úr efstu deild 2019. Liðið hefur ekki komist mjög nálægt því að komast aftur upp síðan. Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur markaþáttar Lengjudeildarinnar, telur þó að liðið verði sterkara á næsta tímabili.

„Grindvíkingar eru að undirbúa liðið fyrir næsta tímabil. Þeir fengu smá fríspil þetta tímabilið, voru lengi að byggja upp lið í vetur, nýr þjálfari, byrjuðu svolítið upp á nýtt. Þetta er fínt tímabil hingað til,“ segir Hrafnkell í nýjasta þættinum.

„Það verður meiri pressa á þeim á næsta tímabili. Það er enginn að sækja Guðjón Pétur Lýðsson og fleiri góða til að hanga í Lengjudeildinni,“ segir þáttastjórnandinn Hörður Snævar Jónsson. Grindavík fékk Guðjón Pétur, sem er með mikla reynslu úr efstu deild, í félagaskiptaglugganum í júlí.

„Hugarfarið í Grindavík er þannig að þeir vilja fara upp á hverju einasta tímabili. En stundum þarftu bara að slaka á og byggja upp,“ segir Hrafnkell.

Markaþátt Lengjudeildarinnar í heild má sjá hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Í gær

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana
Hide picture