fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

United þurfti að hætta við liðsfund vegna mótmæla

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 14:00

Frá mótmælum í vor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United og leikmenn hans þurftu að hætta við fund sinn fyrir leikinn gegn Liverpool í dag, sem átti að fara fram á  Lowry-hótelinu skammt frá Old Trafford.

United mætir Liverpool í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Búið er að skipuleggja stór mótmæli fyrir leikinn, þar sem stuðningsmenn láta í ljós óánægju sína með eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna.

Í stað þess að funda á Lowry-hótelinu mun liðið halda fundinn á Old Trafford þremur tímum fyrir leik.

United hefur byrjað tímabilið afleitlega. Liðið tapaði fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni gegn Brighton 1-2 og öðrum leiknum gegn Brentford 4-0.

Á sama tíma hefur Liverpool ekki heldur byrjað vel. Liðið hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum það sem af er, gegn Fulham og Crystal Palace.

Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar