fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Rooney með óvænt ummæli um gamla vin sinn Ronaldo

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney vill sjá Erik ten Hag, stjóra liðsins, taka Cristiano Ronaldo úr byrjunarliðinu fyrir stórleikinn gegn Liverpool í kvöld.

Rooney spáir í spilin fyrir leik kvöldsins fyrir The Times. Hann telur að með góðum leik gæti United náð í jafntefli gegn Liverpool í kvöld.

United hefur byrjað tímabilið afleitlega. Liðið tapaði fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni gegn Brighton 1-2 og öðrum leiknum gegn Brentford 4-0.

Liverpool hefur ekki heldur byrjað tímabilið vel en er þó ósigrað. Liðið hefur gert jafntefli gegn Fulham og Crystal Palace.

„Ég myndi ekki spila Cristiano Ronaldo og ekki Marcus Rashford. Ef ég væri Ten Hag væri aðaláhyggjuefnið mitt að fá orku á völlinn. United klikkaði á að fá níu inn í sumar sem þýddi að liðið þurfti að tefla fram Ronaldo gegn Brentford,“ skrifar Rooney.

„Hann hefur líka sýnt það að hann vilji fara frá félaginu. Ég veit ekki hverjar ástæðurnar ans eru fyrir því en ég myndi leyfa honum það. Hann er frábær leikmaður og mun alltaf skora mörk, en verkefni Ten Hag er að búa til lið sem getur keppt um titla næstu þrjú til fjögur árin. Það þýðir að það þarf að byggja liðið upp á yngri leikmönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“
433Sport
Í gær

Segir Arsenal að skipta um fyrirliða og það strax

Segir Arsenal að skipta um fyrirliða og það strax
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið