Bochum 0 – 7 Bayern Munchen
0-1 Leroy Sane(‘4)
0-2 Matthijs de Ligt(’25)
0-3 Kingsley Coman(’33)
0-4 Sadio Mane(’42)
0-5 Sadio Mane(’60, víti)
0-6 Cristian Gamboa(’69, sjálfsmark)
0-7 Serge Gnabry(’76)
Sadio Mane átti góðan leik fyrir Bayern Munchen sem fór á kostum gegn Bochum í þýsku deildinni í dag.
Bayern valtaði yfir lið Bochum í þriðju umferð deildarinnar og skoraði heil sjö mörk gegn engu.
Matthijs de Ligt komst einnig á blað fyrir Bayern en hann kom til félagsins í sumar frá Juventus.
Mane skoraði tvö mörk fyrir Bayern í sigrinum en hann gerði það seinna af vítapunktinum.
Bayern er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og er með markatöluna 15:1.