fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Margrét Lára tekur þátt í Járnkarli í minningu Bryndísar Ýrar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 10:42

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardag mun íslenska knattspyrnugoðsögnin Margrét Lára Viðarsdóttir taka þátt í Járnkarli, ásamt eiginmanni sínum, Einari Erni Guðmundssyni.

Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Margrét Lára að hjónin taki þátt til styrktar fjölskyldu Bryndísar Ýrar Jóhönnudóttur. Hún fæddist þann 27. júní eftir 26 vikna meðgöngu en lést þann 12. ágúst eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi.

„Við erum svo þakklát fyrir okkar þrjá stórkostlegu drengi, því það er svo sannarlega ekki sjálfsagt. Lífið getur verið ósanngjarnt og kvalafullt því þann 27. júli síðastliðinn fæddist Bryndís Ýr Jóhönnudóttir eftir 26 vikna meðgöngu algjörlega fullkomin og heilbrigð. Hún sýndi strax sterkan karakter, kraft og dugnað og heillaði alla sem kynntust henni. Þann 12. ágúst lést hún eftir hetjulega baráttu við stutt en erfið veikindi,“ skrifar Margrét Lára á Facebook.

Járnkarl felur í sér að synda 3,8 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og loks synda 3,8 kílómetra.

„Við værum afar þakklát fyrir að þið elsku vinir okkar myndu heita á okkur fyrir laugardaginn og í leiðinni að styrkja mjög gott málefni. Vinkonu okkar hana Bryndísi Ýr og móður hennar sem eiga svo sannarlega um sárt að binda. Margt smátt gerir eitt stórt, hugur okkar er hjá ykkur.“

Fyrir þá sem vilja leggja málefninu lið: Banki 0345-hb-03-reikn.nr 400475 kt: 140880-3539

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta
433Sport
Í gær

Óánægður með stórstjörnuna: Mikil vandamál utan vallar – ,,Hefði átt að vinna Ballon d’Or“

Óánægður með stórstjörnuna: Mikil vandamál utan vallar – ,,Hefði átt að vinna Ballon d’Or“
433Sport
Í gær

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma