fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Tómas rotaðist er hann dæmdi knattspyrnuleik – Var lán í óláni

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 10:32

Tómas Meyer og Kristján Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudómarinn Tómas Meyer rotaðist er hann dæmdi leik Augnabliks og KH í þriðju deild karla á dögunum. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem kom í ljós að atvikið var í raun lán í óláni.

,,Ég dæmi þarna aukaspyrnu í kringum fimmtugustu mínútu, bara venjulega aukaspyrna og ég dæmi hana bara og hleyp síðan aðeins frá. Næsta sem ég man eftir er bara að hafa vaknað eftir rothögg,“ sagði Tómas í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu um helgina.

,,Ég átti rosalega erfitt með að ná andanum eftir að ég vaknaði, ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í. Ég næ síðan eðlilegri öndun en er náttúrulega bara í tómu sjokki, allur blóðugur. Ég hef nú ekki séð upptöku af atvikinu en boltinn kemur væntanlega á gagnaugað á mér og ég lendi síðan á andlitinu og brjóstkassanum.“

Eftir að Tómas var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið kom í ljós að hann var ekki heill heilsu. ,,Á sjúkrahúsinu kemur í ljós að ég var ekki alveg í lagi. Ég var með alltof háan blóðþrýsting.“

Hann var sendur á Landsspítalann í rannsóknir. ,,Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna,“ sagði Tómas, en efri mörkin úr blóðþrýstingsmælingu Tómasar voru 267, sem er gífurlega hátt.

,,Þetta hefði getað farið svo illa. Þau á spítalanum kölluðu þetta hægfara dauða (e. slow death). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland vann og tryggði efsta sætið

Ísland vann og tryggði efsta sætið