fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Davíð Smári sendir frá sér yfirlýsingu: ,,Vil árétta það að hann er frábær drengur og stóð við allar skuldbindingar“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 19:28

Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, gaf frá sér yfirlýsingu á Facebook síðu liðsins nú í kvöld.

Þar ræddi Davíð markmanninn Nikita Chagrev sem hefur yfirgefið Lengjudeildarliðið eftir erfitt sumar.

Chagrev var fenginn til Kórdrengja í sumar en hann sleit hásin í september í fyrra og var þá að verða samningslaus.

Hann stóðst í raun aldrei væntingar hjá Kórdrengjum en Davíð fer nánar yfir málin og útskýrir hvað átti sér stað með markvörðinn.

Davíð segir að best hafi verið að slíta samstarfinu á þessum tímapunkti og að Chagrev sé á þeim stað að hann þurfi að spila reglulega fótbolta sem gerist ekki hjá Kórdrengjum.

Yfirlýsing Davíðs:

Heil og sæl

Mig langar að segja nokkur orð er varðar Nikita Chagrev og samkomulag hans við Kórdrengi.

Eftir mikla leit af markverði hér heima og erlendis fyrir tímabilið í ár var ákveðið að gefa Nikita Chagrev möguleika á að koma hingað til lands og æfa með okkur og ná sér af alvarlegum meiðslum.

Nikita sleit hásin 21. september 2021 er hann var að renna út á samning hjá sínu fyrra félagi. Hann kemur til okkar í byrjun mars, töluvert frá því að vera tilbúinn. Kórdrengir og Nikita gerðu með sér samkomulag um að félagið veitir honum þá aðstoð sem hann þurfti í hans bataferli. Sjúkraþjálfun, læknisaðstoð og húsnæði. Í samningnum var ákvæði um að bæði leikmaðurinn og félagið höfðu rétt á að enda samninginn á hvaða tímapunkti sem er.

En það verður ekki af Nikita tekið að ég héf sjaldan eða aldrei séð leikmann leggja sig jafn mikið fram til að ná bata og verða tilbúinn sem allra fyrst. En því miður varð afturför í hans bata sem seinkaði mikið því ferli. Nikita er ekki enn búinn að ná fullum bata og þar við stendur. Hann þarf leiki og spiltíma til þess en það gerist ekki hér á miðju tímabili með tvo aðra markmenn í toppstandi.

Það liggur enginn vafi á því að Nikita er fullfær og gott betur en það til að vera toppmarkmaður hér á Íslandi eða í því landi sem hann velur sér þegar hann er búinn að ná sér að fullu.

Að lokum vil ég árétta það að Nikita er frábær drengur sem stóð við allar sínar skuldbindingar gagnvart Kórdrengjum. Eins finnst mér félagið hafa gert virkilega vel við leikmanninn á meðan hann var leikmaður okkar.

Með vináttu og virðingu

Davíð Smári Lamude

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Postecoglou tekur við Forest af Nuno

Postecoglou tekur við Forest af Nuno
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool reynir að framlengja en Real Madrid bíður á kantinum

Liverpool reynir að framlengja en Real Madrid bíður á kantinum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í tíu mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn United

Í tíu mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wrexham reynir að fá Dele Alli

Wrexham reynir að fá Dele Alli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot
433Sport
Í gær

Arnar hneykslaður á umræðu sem kviknaði – „Átti sér enga stoð í raunveruleikanum“

Arnar hneykslaður á umræðu sem kviknaði – „Átti sér enga stoð í raunveruleikanum“
433Sport
Í gær

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum