fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Chelsea að eyða 30 milljörðum í varnarmenn í sumar?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 13:00

Wesley Fofana

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar breytingar hafa orðið á vörn Chelsea í sumar.

Þeir Antonio Rudiger og Andreas Christensen yfirgáfu félagið fyrr í sumar fyrir Real Madrid og Barcelona. Þá virðist Marcos Alonso á leið til síðarnefnda félagsins.

Í staðinn eru komnir þeir Kalidou Koulibaly, fyrir 34 milljónir punda frá Napoli, og Marc Cucurella, fyrir 62 milljónir punda frá Brighton.

Chelsea ætlar sér að bæta við sig öðrum miðverði í sumar. Þar er Wesley Fofana hjá Leicester efstur á óskalista félagsins.

Leicester hefur þegar hafnað tveimur tilboðum Chelsea í leikmanninn og vill helst ekki selja hann fyrr en í næsta sumar.

Samkvæmt Evening Standard hyggst Chelsea aftur á móti bjóða í þriðja sinn í hinn 21 árs gamla Fofana.

Síðasta tilboð Chelsea hljóðaði upp á 70 milljónir punda og var því hafnað af Leicester. Síðarnefnda félagið hefur áður sagt að Lundúnafélagið þurfi að gera Fofana að dýrasta varnarmanni heims, ætli það sér að fá hann.

Í dag er Harry Maguire dýrasti varnarmaður sögunnar. Hann kom einmitt frá Leicester til Manchester United á 80 milljónir punda sumarið 2019.

Rífi Chelsea upp veskið fyrir Fofana er því ljóst að félagið verður búið að eyða um 30 milljörðum íslenskra króna í varnarmenn í félagaskiptaglugganum í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi