fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo mun búa til fleiri vandamál og þarf að fá sparkið

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 19:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports, segir að það sé nú komið að því að Manchester United þurfi að sparka Cristiano Ronaldo.

Ronaldo hefur verið á milli tannana á fólki í allt sumar en hann hefur reynt að komast burt og vill spila í Meistaradeildinni.

Það hefur hins vegar ekkert gengið hjá Ronaldo að semja við annað félag og er útlit fyrir að hann byrji tímabilið með Man Utd.

,,Um leið og leikmaður Manchester United hélt hann væri stærri en félagið þá þurfti hann að fara,“ sagði Carragher sem lék áður með Liverpool.

Carragher bætir við að hegðun Ronaldo sé minnst óásættanleg og Erik ten Hag, stjóri liðsins, ætti að hugsa um framtíð félagsins sem væri betri án Portúgalans.

Carragher segir einnig að Ten Hag geti sent skýr skilaboð með því að losa sig við Ronaldo og að halda honum muni skapa frekari vandamál innan herbúða félagsins.

Ten Hag tók aðeins við Man Utd í sumar og ljóst að hann á erfiðar vikur framundan þar sem enska deildin byrjaði um helgina og er einbeitingin mögulega annars staðar en á einum leikmanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Í gær

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta