fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Kalla þurfti til sjúkrabíl í Fagralundi í kvöld eftir að dómari rotaðist

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 21:59

Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkrabíll var kallaður til í Fagralundi í Kópavogi í kvöld þegar Augnablik og KH áttust við í 3 deild karla í knattspyrnu. Tómas Meyer dómari leiksins rotaðist þegar boltanum var spyrnt beint í höfuð hans.

Leikmönnum beggja liða var verulega brugðið þegar Tómas rotaðist en boltinn fór í andlit hans af stuttu færi þegar verið var að taka aukaspyrnu.

Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en leikmenn liðanna voru að fara að hefja endurlífgun þegar Tómas rankaði við sér og hóf að anda á nýjan leik.

Atvikið átti sér stað á 50 mínútu leiksins, sjúkrabíllinn sótti Tómas sem nú dvelur á sjúkrahúsi þar sem fylgst er með líðan hans.

Tómas hefur mikið dæmt í neðri deildum síðustu ár og fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína en leiknum lauk með 2-1 sigri KH. Til að klára leikinn tók aðstoðardómari við flautunni og ungur leikmaður Breiðabliks var aðstoðardómari restina af leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndaveisla frá Laugardalsvelli, 5-0

Myndaveisla frá Laugardalsvelli, 5-0
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar