fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Gummi Ben ræddi málefni sonarins – „Sem íþróttamaður getur þú ekki verið að spá í það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 12:00

Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson er gestur í nýjasta þætti Chess After Dark. Þar var sonur hans, Albert Guðmundsson, meðal annars til umræðu.

Albert gekk í raðir Genoa í janúar frá AZ Alkmaar. Hann lék með liðinu í Serie A seinni hluta síðustu leiktíðar en undir lok hennar fékk Genoa niður í B-deild.

Guðmundur var spurður að því hvort hann teldi skrefið hafa verið rétt. „Því verður aldrei svarað. Sem íþróttamaður getur þú ekki verið að spá í það. Þú þarft bara að vera í núinu,“ svarar hann.

Albert Guðmundsson / Getty Images

„Hann fékk að spila í Serie A, sem fáir fá að upplifa. Þeir féllu og ég vona að þeir fari bara beint upp aftur. Ég hef trú á því að hann geti átt býsna gott tímabil þar.“

Guðmundur telur ólíklegt að Albert fari annað, þrátt fyrir að Genoa leiki í B-deild á komandi leiktíð.

„Það hefur alveg verið áhugi, einhverjar þreyfingar. En ég held og vona að hann verði bara þarna. Það er mikill metnaður í Genoa að fara beint upp. Það er mikið lagt í þetta hjá þeim, eru með mjög efnaða eigendur. Ég hef trú á því að það gætu verið góðir tímar framundan hjá Genoa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun