Breiðablik 3 – 1 ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson (’54)
1-1 Kristinn Steindórsson (’62)
2-1 Damir Muminovic (’65)
3-1 Ísak Snær Þorvaldsson (’71)
Breiðablik kláraði sitt verkefni í Bestu deild karla í kvöld er liðið spilaði við ÍA í Kópavogi.
Leikurinn í kvöld var mjög fjörugur í síðari hálfleik þar sem fjögur mörk voru skoruð eftir daprar fyrstu 45.
ÍA komst óvænt yfir snemma í seinni hálfleik er Gísli Laxdal Unnarsson skoraði til að koma Skagamönnum í 1-0.
Kristinn Steindórsson jafnaði metin fyrir Blika stuttu síðar áður en Damir Muminovic kom liðinu yfir.
Það var svo markavélin Ísak Snær Þorvaldsson sem gerði út um leikinn á 71. mínútu og 3-1 sigur toppliðsins staðreynd.