fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433Sport

Neitar því að sambandið við Salah hafi verið viðkvæmt – ,,Þið getið spurt hvern sem er“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 11:12

Daniel Craig, sem leikur James Bond, með Mane og Salah

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, neitar fyrir það að það hafi verið rígur á milli hans og fyrrum liðsfélaga hans, Mohamed Salah, hjá Liverpool.

Enskir miðlar töluðu oft um að það væri einhver rígur á milli þessara leikmanna sem voru lengi tveir af bestu spilurum deildarinnar áður en Mane fór til Þýskalands í sumar.

Mane þvertekur fyrir þessar sögusagnir og segir að samband hans og Salah hafi ávallt verið gott í Liverpool.

,,Fólk segir stundum að það sé rígur á milli mín og Salah en ég get ekki séð sjálfan mig í þeirri stöðu,“ sagði Mane.

,,Samband okkar er mjög gott og við sendum skilaboð okkar á milli. Ég held að fjölmiðlarnir hafi gaman að því að gera mikið úr hlutunum.“

,,Ég er ekki bara í sambandi við einn leikmann heldur alla þá leikmenn sem ég hef spilað með. Þið getið spurt hvern sem er. Samband mitt við alla er mjög gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu markið – Jóhann Berg í stuði í Sádí Arabíu í gær

Sjáðu markið – Jóhann Berg í stuði í Sádí Arabíu í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær engin tækifæri í London og er orðaður við óvænt félag

Fær engin tækifæri í London og er orðaður við óvænt félag