Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodo/Glimt í dag sem er svo sannarlega að rífa sig í gang í norsku úrvalsdeildinni.
Bodo/Glitm spilaði við Jerv á heimavelli í dag og vann öruggan 5-0 sigur. Eftir erfiða byrjun eru Alfons og félagar í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig.
Í Svíþjóð vann lið Malmö 3-1 sigur á Sirius en Milos Milojevic er þjálfari Malmö sem situr í þriðja sæti deildarinnar.
Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius og kom Óli Valur Ómarsson inna´sem varamaður í tapinu.
Jón Dagur Þorsteinsson byrjaði í Belgíu er OH Leuven vann lið Kortrijk í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Jón Dagur spilaði 79 mínútur í 2-0 sigri.
Willum Þór Willumsson spilaði þá með Go Ahead Eagles í æfingaleik er liðið lagði Roda að velli, 2-0.