fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Messi og Mbappe sendir heim ef þeir mæta of seint – Símar bannaðir í matartíma

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi, Kylian Mbappe, Neymar og aðrir leikmenn PSG þurfa að venjast hörðum reglum nú eftir að Christophe Galtier tók við þjálfun liðsins.

Galtier tók við í sumar en á meðal reglna eru þær að símar eru bannaði í morgunmat og hádegismat sem leikmenn snæða saman.

PSG er á fullu að undirbúa næstu leiktíð en krafan er að leikmenn liðsins nái árangri í Meistaradeild Evrópu.

Þá er Galtier ekki til í að gefa neinn afslátt þegar kemur að því að mæta á æfingar. Leikmenn eiga að mæta á milli 8:30 og 8:45. Ekki er í boði að mæta mínútu of seint.

Ef leikmenn koma of seint þurfa þeir að snúa við og fara heim, þeim er bannað að taka þátt í æfingu dagsins ef þeir eru of seinir.

Þá er sú regla í gildi að leikmenn borði á æfingasvæðinu, það þarf leyfi frá Galtier til að sleppa því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Newcastle tilbúið að flagga stóru seðlunum í Brentford

Newcastle tilbúið að flagga stóru seðlunum í Brentford
433Sport
Í gær

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“
433Sport
Í gær

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina