fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Íslenskur landsliðsmaður að ganga til liðs við Wayne Rooney í Bandaríkjunum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 11:35

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Sport1 þá er DC United að reyna að ganga frá kaupum á Guðlaugi Victori Pálssyni frá Schalke 04 í Þýskalandi.

Guðlaugur hjálpaði Schalke að komast aftur upp í þýsku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili með félaginu.

Nú er hins vegar sagt frá því að Wayne Rooney þjálfari DC United sé að reyna að fá Guðlaug Victor til félagsins.

Guðlaugur lék með New York Red Bulls árið 2012 og nú tíu árum síðar gæti miðjumaðurinn verið að ganga í raðir DC United.

Rooney er að styrkja miðsvæði sitt því í gær var sagt frá því að Ravel Morrison fyrrum leikmaður Manchester United hefði samið við félagið. Samkvæmt Fótbolta.net er Guðlaugur næstur í röðinni.

Guðlaugur hefur ekki spilað fyrir íslenska landsliðið í tæpt ár en hann hefur ekki gefið kost á sér í síðustu verkefni liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Í gær

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea