fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Bayern er búið að opna samtalið við þá sem standa Harry Kane næst

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 12:00

Harry Kane / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FC Bayern er byrjað að undirbúa næsta sumar ef marka má frétt Bild í dag. Þar segir að þýska stórveldið sé byrjað að ræða við umboðsmann Harry Kane.

Þar segir að Bayern vilji reyna að kaupa Kane eftir ár þegar hann mun aðeins eiga ár eftir af samningi sínum við Tottenham.

Kane vildi ólmur fara frá Tottenham fyrir ári síðan en ítrekuðum tilboðum Manchester City var hafnað.

Kane er 28 ára gamall og er sagður vilja klára feril sinn með nokkra titla í poka sínum. Slíkt hefur reynst erfitt hjá Tottenham en Bayern er í áskrift að titlum í heimalandi sínu.

Bild segir að Bayern hafi fengið góð viðbrögð frá umboðsmanni Kane um að hann gæti verið klár í að ganga í raðir þýska stórliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag
433Sport
Í gær

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur