fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Real Madrid hefur engan áhuga á endurkomu Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marca á Spáni segir frá því að Real Madrid sé nýjasta stórveldið í fótboltanum til að hafna því að taka Cristiano Ronaldo í sumar.

Ronaldo vill fara frá Manchester United í sumar en svo virðist vera að ekkert af stóru félögum fótboltans vilji sjá kappann.

FC Bayern hefur hafnað því að fá Ronaldo og sömu sögu er að segja af Chelsea. Nú segir Marca að Real Madrid útiloki að semja við hann.

Ronaldo er 37 ára gamall og átti sín bestu ár sem fótboltamaður hjá Real Madrid áður en hann fór til Juventus. Hann gekk svo í raðir Manchester United síðasta sumar.

Ronaldo skoraði talsvert af mörkum fyrir United en liðinu vegnaði ekki vel og vill Ronaldo því fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Aubameyang snýr líklega aftur

Aubameyang snýr líklega aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag
433Sport
Í gær

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi