Fabio Vieira, nýr leikmaður Arsenal, hefur líkt sér við argentínsku ofurstjörnuna Lionel Messi.
Vieira gekk í raðir Arsenal í sumar frá Porto en hann kostaði enska félagið 30 milljónir punda.
Vieira treystir á vinstri fótinn líkt og Messi og segir Portúgalinn að þeir séu með svipaða eiginleika á velli.
Vieira er einnig mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo en þeir koma báðir frá Portúgal.
,,Ég elska bæði Ronaldo og Messi. Ég elska Messi vegna hvernig hann spilar. Hann er örvfættur eins og ég og er með sömu eiginleika,“ sagði Vieira.
,,Ronaldo, ekki því hann er portúgalskur heldur vegna viðhorfsins og hversu mikið hann leggur á sig. Það er ótrúlegt. Hann skorar svo mörg mörk, þetta eru magnaðir leikmenn.“