fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Vilja ræna liðsfélaga Jóa Berg eftir að hafa unnið þá í fallbaráttunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton hefur mikinn áhuga á að fá Maxwell Cornet, kantmann Burnley. The Athletic segir frá.

Hinn 25 ára gamli Cornet kom til Burnley frá Lyon síðasta sumar og stóð sig vel á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Cornet skoraði níu mörk í 26 leikjum í úrvalsdeildinni. Það var þó ekki nóg til að bjarga liðinu frá falli.

Burnley var einmitt í miklum fallbaráttuslag við Everton, sem nú vill fá Cornet.

Nokkuð ljóst þykir að leikmaðurinn mun ekki leika í B-deildinni á næstu leiktíð.

Vincent Kompany tók við sem stjóri Burnley fyrr í sumar. Það hafa orðið töluverðar breytingar á leikmannahópnum.

James Tarkowski fór til Everton á frjálsri sölu. Þá fór Nick Pope til Newcastle fyrir tíu milljónir punda og Nathan Collins til Wolves.

Scott Twine, Luke NcNally, CJ Egan-Riley, Samuel Bastien og Josh Cullen hafa þá gengið til liðs við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Í gær

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur