fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Chelsea ætlar ekki að fá Ronaldo til liðs við sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 11:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea ætlar ekki að bjóða í Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United í sumar. The Athletic segir frá þessu.

Ronaldo er sagður vilja burt frá Manchester United, aðeins ári eftir að hann sneri aftur til félagsins. Hann fór ekki með liðinu í æfingaferð á dögunum.

Man Utd olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í sjötta sæti deildarinnar. Sjálfur átti Ronaldo fínasta tímabil. Hann vill leika áfram í Meistaradeild Evrópu.

Chelsea er eitt af þeim félögum sem Ronaldo hefur verið orðaður við en hann mun ekki fara þangað miðað við nýjustu tíðindi.

Chelsea er upptekið á félagaskiptamarkaðnum um þessar mundir. Félagið var að kaupa Raheem Sterling á 47,5 milljónir punda. Þá er Kalidou Koulibaly við það að ganga til liðs við félagið fyrir um 34 milljónir punda. Þá eru miðverðirnir Nathan Ake og Presnel Kimpembe orðaðir við félagið.

Bláliðar munu hins vegar ekki sækjast eftir því að fá Ronaldo einnig.

Ronaldo hefur einnig verið orðaður við félög á borð við Bayern Munchen og Napoli. Í morgun bárust svo fréttir af því að félag í Sádi-Arabíu hefði áhuga á að fá hann og borga honum himinnhá laun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Með 14 milljónir á viku en þarf að dúsa á þessu hóteli næstu daga – Sjáðu myndbandið

Með 14 milljónir á viku en þarf að dúsa á þessu hóteli næstu daga – Sjáðu myndbandið