Chelsea er við það að ganga frá kaupum á Kalidou Koulibaly frá Napoli. Félagið missti hins vegar þá Andreas Christensen og Antonio Rudiger til Barcelona og Real Madrid fyrr í sumar og þarf því einn miðvörð í viðbót.
Hinn 31 árs gamli Koulibaly mun kosta Chelsea um 40 milljónir evra og fær hann tíu milljónir evra í árslaun. Hann hefur verið orðaður frá Napoli lengi.
Auk Koulibaly vill Chelsea hins vegar einnig fá Presnel Kimpembe frá Paris Saint-Germain. Þetta segir íþróttafréttamaðurinn Christian Falk.
Þá er Chelsea að ganga frá kaupum á Raheem Sterling frá Manchester City. Mun hann kosta félagið 47,5 milljónir punda.
Sterling hefur verið á mála hjá City síðan 2015, þar áður var hann hjá Liverpool.