Það eru margar stjörnur sem munu ekki ferðast með stórliði Paris Saint-Germain á undirbúningstímabilinu.
L’Equipe í Frakklandi greinir frá þessu en PSG er á leið til Japans og spilar þrjá vináttuleiki þar frá 16. júlí til 25 júlí.
Samkvæmt franska miðlinum eru alls níu leikmenn sem fá ekki að fara með og eru þarna nöfn sem margir kannastið.
Bætt er við að allir þessir leikmenn hafi verið settir á sölulista og eru fáanlegir í sumarglugganum.
Georginio Wijnaldum er á meðal þessara leikmanna en hann hefur ekki heillað síðan hann kom til franska liðsins frá Liverpool.
Julian Draxler, Mauro Icardi, Layvin Kurzawa, Ander Herrera, Rafinha, Sergio Rico, Eric Ebimbe og Idrissa Gueye fá þá heldur ekki að fara með.
PSG reynir að losa launakostnað á meðal leikmannahópsins eftir risasamninginn sem Kylian Mbappe skrifaði undir í sumar.