Víkingur R. 3 – 3 Malmö
1-0 Karl Friðleifur Gunnarsson (’15)
1-1 Veljko Birmancevic (’34)
1-2 Felix Beijmo (’44)
1-3 Anders Christiansen (f) (’47)
2-3 Nikolaj Hansen (’56)
3-3 Karl Friðleifur Gunnarsson (’74)
Víkingur Reykjavík er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við Malmö á Víkingsvelli í kvöld en leikið var í undankeppninni.
Malmö vann fyrri leikinn 3-2 á heimavelli þar sem Víkingar spiluðu lengi vel manni færi. Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald í þeim leik og var ekki með í kvöld.
Víkingar stóðu svo sannarlega í stórliði Malmö í kvöld en leiknum lauk með 3-3 jafntefli sem því miður dugði ekki til.
Karl Friðleifur Gunnarsson kom Víkingum yfir í kvöld en Malmö tókst að svara með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.
Snemma í seinni hálfleik kom Anders Christiansen liði Malmö í 3-1 og útlitið þar orðið svart fyrir heimamenn.
Nikolaj Hansen skoraði þó annað mark Víkings níu mínútum síðar og á 74. mínútu jafnaði Karl Friðleifur metin í 3-3.
Lokamínúturnar voru æsispennandi en því miður komu Víkingarnir ekki boltanum í netið í fjórða sinn og eru því úr leik í Meistaradeildinni.
Víkingar eru því á leið í undankeppni Sambandsdeildarinnar.