fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Meistaradeildin: Víkingar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 21:26

Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur R. 3 – 3 Malmö
1-0 Karl Friðleifur Gunnarsson (’15)
1-1 Veljko Birmancevic (’34)
1-2 Felix Beijmo (’44)
1-3 Anders Christiansen (f) (’47)
2-3 Nikolaj Hansen (’56)
3-3 Karl Friðleifur Gunnarsson (’74)

Víkingur Reykjavík er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við Malmö á Víkingsvelli í kvöld en leikið var í undankeppninni.

Malmö vann fyrri leikinn 3-2 á heimavelli þar sem Víkingar spiluðu lengi vel manni færi. Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald í þeim leik og var ekki með í kvöld.

Víkingar stóðu svo sannarlega í stórliði Malmö í kvöld en leiknum lauk með 3-3 jafntefli sem því miður dugði ekki til.

Karl Friðleifur Gunnarsson kom Víkingum yfir í kvöld en Malmö tókst að svara með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Snemma í seinni hálfleik kom Anders Christiansen liði Malmö í 3-1 og útlitið þar orðið svart fyrir heimamenn.

Nikolaj Hansen skoraði þó annað mark Víkings níu mínútum síðar og á 74. mínútu jafnaði Karl Friðleifur metin í 3-3.

Lokamínúturnar voru æsispennandi en því miður komu Víkingarnir ekki boltanum í netið í fjórða sinn og eru því úr leik í Meistaradeildinni.

Víkingar eru því á leið í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum