fbpx
Laugardagur 01.október 2022
433Sport

Kári ómyrkur í máli er hann ræddi atburði gærdagsins – „Óþolandi að einhver einn gæi frá Moldavíu geti haft svona mikil áhrif“

433
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 10:05

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings Reykjavíkur, var, eins og margir, ósáttur við dómgæslu Dumitru Muntean í leik liðsins gegn Malmö í undankeppni Meistaradeildarinnar í gær.

Leiknum lauk 3-2 fyrir Malmö en Víkingar voru færri frá 39. mínútu. Þá fékk Kristall Máni Ingason sitt annað gula spjald fyrir að „sussa“ á aðdáendur heimaliðsins er hann fagnaði jöfnunarmarki sínu. Hann hafði fyrr í leiknum fengið spjald fyrir leikaraskap.

„Hún var náttúrulega ekki góð,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Fréttablaðið um dómgæsluna í leiknum. „Hann var gríðarlega spjaldaglaður fyrir litlar sakir, rosalega sérstök lína sem hann setur. Það var svolítið verið að sparka á eftir Kristali Mána, sem ég skil alveg, hann er gríðarlega góður leikmaður. Oft er eina leiðin til að stöðva hann að sparka hann niður. Það virtist vera þemað í þessu hjá þeim, þegar hann var búinn að snúa á þá var hann bara tæklaður. Leikmaður sem er búinn að lenda í því, þú getur ekki bókað hann fyrir dýfu því þeir koma alltaf inn rennandi. Þetta getur verið hættulegt.“

Víkingur getur þó ekki áfrýjað dómnum þar sem um tvö gul spjöld var að ræða. „Það eina sem gæti gerst er að þessi dómari fái ekki að dæma aftur. Það skiptir okkur akkúrat engu máli. Við græðum ekkert á því að hann fái ekki að dæma einhvern annan leik en okkar. Það er leiðinlegt að það sé ekkert ferli þar sem hægt er að fá einhverja réttvísi í þetta,“ segir Kári.

„Þetta er frústrerandi fyrir leikmann sem er að reyna að sýna sig á alþjóðlegu sviði. Svo er verið að láta hann heyra það uppi í stúku. Hann sussar á þá eins og hetjurnar í ensku úrvalsdeildinni gera í hverri viku og það er ekkert gert í því. En núna í Svíþjóð er það allt í einu bannað.“

„Það er svo mikið í húfi og það er óþolandi að einhver einn gæi frá Moldavíu geti haft svona mikil áhrif,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík, í viðtali við Fréttablaðið.

Seinni leikur liðanna fer fram í Víkinni á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Arsenal vann grannaslaginn í London

Enska úrvalsdeildin: Arsenal vann grannaslaginn í London
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska: Kepa áfram í marki Chelsea

Byrjunarliðin í enska: Kepa áfram í marki Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Yfirgaf Man City vegna Guardiola – ,,Nú er ég frjáls“

Yfirgaf Man City vegna Guardiola – ,,Nú er ég frjáls“
Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bróðir Arnars Þórs stoltur af honum og skýtur á KSÍ – „Aðdáunarvert hvernig hann hefur tæklað þessa gagnrýni“

Bróðir Arnars Þórs stoltur af honum og skýtur á KSÍ – „Aðdáunarvert hvernig hann hefur tæklað þessa gagnrýni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bull að stuðningsmenn United hafi komið í veg fyrir skiptin – Áhugi sumarsins staðfestur

Bull að stuðningsmenn United hafi komið í veg fyrir skiptin – Áhugi sumarsins staðfestur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Konate byrjaður að æfa á fullu

Konate byrjaður að æfa á fullu
433Sport
Í gær

Mættur aftur undir stýri eftir að hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi á fleygiferð

Mættur aftur undir stýri eftir að hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi á fleygiferð
433Sport
Í gær

Jesus á tæpasta vaði í stórleik morgundagsins

Jesus á tæpasta vaði í stórleik morgundagsins