fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Kári ómyrkur í máli er hann ræddi atburði gærdagsins – „Óþolandi að einhver einn gæi frá Moldavíu geti haft svona mikil áhrif“

433
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 10:05

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings Reykjavíkur, var, eins og margir, ósáttur við dómgæslu Dumitru Muntean í leik liðsins gegn Malmö í undankeppni Meistaradeildarinnar í gær.

Leiknum lauk 3-2 fyrir Malmö en Víkingar voru færri frá 39. mínútu. Þá fékk Kristall Máni Ingason sitt annað gula spjald fyrir að „sussa“ á aðdáendur heimaliðsins er hann fagnaði jöfnunarmarki sínu. Hann hafði fyrr í leiknum fengið spjald fyrir leikaraskap.

„Hún var náttúrulega ekki góð,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Fréttablaðið um dómgæsluna í leiknum. „Hann var gríðarlega spjaldaglaður fyrir litlar sakir, rosalega sérstök lína sem hann setur. Það var svolítið verið að sparka á eftir Kristali Mána, sem ég skil alveg, hann er gríðarlega góður leikmaður. Oft er eina leiðin til að stöðva hann að sparka hann niður. Það virtist vera þemað í þessu hjá þeim, þegar hann var búinn að snúa á þá var hann bara tæklaður. Leikmaður sem er búinn að lenda í því, þú getur ekki bókað hann fyrir dýfu því þeir koma alltaf inn rennandi. Þetta getur verið hættulegt.“

Víkingur getur þó ekki áfrýjað dómnum þar sem um tvö gul spjöld var að ræða. „Það eina sem gæti gerst er að þessi dómari fái ekki að dæma aftur. Það skiptir okkur akkúrat engu máli. Við græðum ekkert á því að hann fái ekki að dæma einhvern annan leik en okkar. Það er leiðinlegt að það sé ekkert ferli þar sem hægt er að fá einhverja réttvísi í þetta,“ segir Kári.

„Þetta er frústrerandi fyrir leikmann sem er að reyna að sýna sig á alþjóðlegu sviði. Svo er verið að láta hann heyra það uppi í stúku. Hann sussar á þá eins og hetjurnar í ensku úrvalsdeildinni gera í hverri viku og það er ekkert gert í því. En núna í Svíþjóð er það allt í einu bannað.“

„Það er svo mikið í húfi og það er óþolandi að einhver einn gæi frá Moldavíu geti haft svona mikil áhrif,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík, í viðtali við Fréttablaðið.

Seinni leikur liðanna fer fram í Víkinni á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga