fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Bandaríkjamaður gæti leyst Phillips af hólmi hjá Leeds

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 4. júlí 2022 10:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kalvin Phillips er farinn frá Leeds til Manchester City. Skiptin voru staðfest fyrr í morgun.

Leeds leitar því að arftaka hans á miðjunni en Phillips var afar mikilvægur fyrir liðið.

Nú er sagt frá því að Tyler Adams gæti komið til Leeds til að lesya enska landsliðsmanninn af.

Adams er bandarískur miðjumaður sem spilar með RB Leipzig í Þýskalandi. Jesse Marsch, stjóri Leeds, er Bandaríkjamaður einnig.

Sjálfur vill Adams ólmur ganga til liðs við Leeds, sem þyrfti að greiða 10-12 milljónir punda fyrir hans þjónustu.

Adams er 23 ára gamall og hefur verið á mála hjá Leipzig síðan 2019. Þar áður lék hann með New York Red Bulls.

Miðjumaðurinn á að baki nítján leiki fyrir bandaríska A-landsliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Félag Alberts horfir til London

Félag Alberts horfir til London