fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Rúnar Alex til æfinga hjá Arsenal í vikunni – Óvíst hvað gerist í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 12:30

Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson mætir aftur til æfinga hjá Arsenal í vikunni eftir lándsvöl hjá OH Leuven í Belgíu. Óvíst er hvað gerist í sumar.

Rúnar gekk í raðir Arsenal fyrir tveimur árum og lék með liðinu í ensku úrvalsdeildinni auk þess að spila í Evrópudeildinni og deildarbikar.

Rúnar var lánaður til Belgíu síðasta sumar og átti góða spretti í efstu deild í Belgíu. „Það er ekki komið á hreint hvað gerist í sumar, hann er bara að fara til æfinga hjá Arsenal núna,“ segir Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður Rúnars í samtali við 433.is.

Magnús segir að Rúnar muni ekki snúa aftur til Leuven í Belgíu en skoði aðra kosti sem gætu komið upp.

Arsenal hefur gengið frá kaupum á Matt Turner en fyrir eru félagið með Aaron Ramsdale og Bernd Leno í sínum röðum. Búist er við að Leno fari í sumar og meiri líkur en minni eru á því að Rúnar fari frá Arsenal.

Rúnar er 27 ára gamall en hann hefur spilað fyrir Nordsjælland, Dijon, Arsenal og nú síðast Leuven á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina