fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Óttast að verða ekki valinn á HM – Bara einn öruggur með sætið

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 17:13

Angel Di Maria og Jóhann Berg Guðmundsson í leik Íslands og Argentínu á HM 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Di Maria hefur áhyggjur af því að vera ekki valinn í landsliðshóp Argentínu fyrir HM í Katar í lok árs.

Di Maria er þessa dagana að leita sér að nýju félagi en hann hefur kvatt lið Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Það mun taka tíma fyrir Di Maria að aðlagast hjá nýju félagi en hann horfir til bæði Juventus á Ítalíu og Barcelona á Spáni.

Di Maria hefur aldrei spilað á Ítalíu en lék lengi vel með Real Madrid og þekkir því vel til Spánar.

,,Sá eini sem er með öruggt sæti er Lionel Messi. Það eru fjórir mánuðir í þetta og ég þarf að skipta um félag, aðlagast og spila vel sem skiptir miklu máli,“ sagði Di Maria.

,,Juventus er stærsta félag Ítalíu og það er eitt af þeim félögum sem hefur áhuga. Ég er að hugsa mig um en er í sumarfríi með fjölskyldunni.“

,,Barcelona er eitt besta félagslið heims og ég hef alltaf þurft að spila gegn þeim!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot