fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Óttast að verða ekki valinn á HM – Bara einn öruggur með sætið

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 17:13

Angel Di Maria og Jóhann Berg Guðmundsson í leik Íslands og Argentínu á HM 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Di Maria hefur áhyggjur af því að vera ekki valinn í landsliðshóp Argentínu fyrir HM í Katar í lok árs.

Di Maria er þessa dagana að leita sér að nýju félagi en hann hefur kvatt lið Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Það mun taka tíma fyrir Di Maria að aðlagast hjá nýju félagi en hann horfir til bæði Juventus á Ítalíu og Barcelona á Spáni.

Di Maria hefur aldrei spilað á Ítalíu en lék lengi vel með Real Madrid og þekkir því vel til Spánar.

,,Sá eini sem er með öruggt sæti er Lionel Messi. Það eru fjórir mánuðir í þetta og ég þarf að skipta um félag, aðlagast og spila vel sem skiptir miklu máli,“ sagði Di Maria.

,,Juventus er stærsta félag Ítalíu og það er eitt af þeim félögum sem hefur áhuga. Ég er að hugsa mig um en er í sumarfríi með fjölskyldunni.“

,,Barcelona er eitt besta félagslið heims og ég hef alltaf þurft að spila gegn þeim!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni