fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

PSG bað leikmann um að sannfæra fyrrum samherja

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. júní 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain er að reyna að tryggja sér varnarmanninn Milan Skriniar sem spilar með Inter Milan á Ítalíu.

BeIN Sports greinir frá þessu en PSG notaðist við eigin leikmann til að reyna sannfæra leikmanninn um að skipta um félag.

Samkvæmt heimildum beIN þá hefur Achraf Hakimi hringt í Skriniar og reynt að sannfæra hann um að koma til Frakklands. Það var PSG sem bað bakvörðinn um að hringja í fyrrum samherja sinn.

Hakimi er sjálfur fyrrum leikmaður Inter og þekkir Skriniar vel en hann hefur gert það gott í Frakklandi eftir skiptin.

PSG er búið að bjóða 50 milljónir evra í Skriniar og var því boði hafnað og mun þetta tilboð hækka í 60 milljónir evra.

Hvort símtalið hafi virkað eða ekki kemur í ljós en Skriniar gæti fengið fimm ára samning í Frakklandi og þénað átta milljónir evra fyrir hvert tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“