fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Tottenham hættir við og Arsenal þarf bara að klára dæmið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt Evening Standard hefur Tottenham dregið sig úr baráttunni um Gabriel Jesus, framherja Manchester City.

Hinn 25 ára gamli Jesus hefur verið orðaður frá Man City í allt sumar. Arsenal hefur aðallega verið nefnt til sögunnar sem hugsanlegur áfangastaður Brasilíumannsins. Tottenham og Real Madrid hafa það þó einnig.

Nú virðist hins vegar sem svo að Tottenham hafi hætt við.

Arsenal þarf nú að leggja fram fullnægjandi tilboð á borð Englandsmeistaranna og semja svo við Jesus.

Norður-Lundúnafélagið er í leit að framherja. Alexandre Lacazette yfirgaf félagið á dögunum og þá fór Pierre Emerick Aubameyang til Barcelona í sumar.

Eddie Nketiah gerði langtímasamning við Arsenal á dögunum. Það er þó ljóst að Arsenal vill fá annan framherja með Englendingnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“