fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Eistar segja frammistöðu sinna manna í Víkinni í gær skammarlega

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 15:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslands- og bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur unnu 6-1 stórsigur á Levadia Tallin í undanúrslitum forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Eistneski fjölmiðillinn Õhtuleht segir úrslitin skammarleg fyrir Levadia.

Levadia komst yfir í gær með marki Zakaria Beglarishvili af vítapunktinum á 5. mínútu. Eftir það tóku Íslandsmeistararnir hins vegar yfir leikinn. Kyle McLagan jafnaði á 10. mínútu og á 27. mínútu var Kristall Máni Ingason búinn að koma Víkingum yfir. Halldór Smári Sigurðsson skoraði svo þriðja markið seint í fyrri hálfleik.

Í þeim síðari bættu þeir Nikolaj Hansen, Helgi Guðjónsson og Júlíus Magnússon svo við mörkum.

„Skammarlegt,“ segir í byrjun fyrirsagnar Õhtuleht. „Það var fallegt að sjá stöðuna á skiltinu (eftir að Levadia komst yfir) en okkar menn áttu erfitt með að spila sín á milli og jöfnunarmark lá í loftinu,“ segir einnig í umfjöllun miðilsins. Forysta liðins lifði aðeins í fimm mínútur. „Það var rok og rigning og lókallinn var glaður,“ stóð einnig í miðlinum.

Víkingur mætir Inter Club d’Escaldes í úrslitaleik um laust sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar