fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Liverpool veitti Mane ekki það sem hann vildi og því fer hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. júní 2022 16:30

Sadio Mane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane er að ganga til liðs við Bayern Munchen fyrir 35 milljónir punda.

Senegalinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool, þaðan sem Bayern kaupir hann.

Talið er að Mane fái 250 þúsund pund í vikulaun hjá Bayern.

Liverpool vildi halda leikmanninum en var ekki tilbúið að bjóða honum það sem hann vildi er launatölur varðar.

Mane heimtaði að verða launahæsti leikmaður Liverpool, ætti hann að skrifa undir nýjan samning. Mirror segir frá þessu.

Liverpool vildi ekki ganga að þeim kröfum og selja hann því fremur en að missa hann frítt næsta sumar.

Mohamed Salah, önnur stjarna Liverpool, á einnig aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig mál Egyptans þróast eftir að Mane hverfur á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur