fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433

Ósáttur og segir það of auðvelt að komast í landsliðið

433
Laugardaginn 11. júní 2022 16:00

Ítalir eru ríkjandi meistarar en margt hefur breyst síðan. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Panucci, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, er ekki pent hrifinn af ástandinu í landsliðinu í dag.

Ítalía er ekki á leið á HM í Katar í lok árs sem kom verulega á óvart en liðið vann Evrópumeistaramótið í fyrra.

Margir ungir leikmenn hafa fengið tækifærið með Ítölum í síðustu leikjum, eitthvað sem Panucci er ekki alltof hrifinn af.

Hann telur að margir leikmenn í hópnum eigi ekki skilið að vera í landsliðinu og þurfi að gera meira til að vinna sér inn sæti.

,,Ég tel að það sé of auðvelt fyrir leikmenn að komast í landsliðið í dag. Að standa þarna og hlusta á þjóðsöngin eru forréttindi, þú þarft að vinna þér inn fyrir þessu,“ sagði Panucci.

Panucci er 49 ára gamall en hann lék á sínum tíma 57 landsleiki fyrir Ítala og skoraði fjögur mörk.

Ítalía hefur gert ágætis hluti í sínum leikjum í Þjóðadeildinni eftir jafntefli við Þýskaland og sigur á Ungverjalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir niðurlæginguna á Íslandi – „Af hverju ætti ég að hætta?“

Allt á suðupunkti eftir niðurlæginguna á Íslandi – „Af hverju ætti ég að hætta?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndaveisla frá Laugardalsvelli, 5-0

Myndaveisla frá Laugardalsvelli, 5-0