fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433

Man Utd óttast sömu mistök – Vilja ekki kaupstríð við Liverpool

433
Laugardaginn 11. júní 2022 12:00

Darwin Nunez/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er ekki tilbúið að borga jafn mikið fyrir framherjann Darwin Nunez og Liverpool er reiðubúið að gera.

Frá þessu greina enskir miðlar en Liverpool er staðráðið í að tryggja sér þjónustu leikmannsins í sumar.

Man Utd hefur gert mistök á félagaskiptamarkaðnum undanfarin ár og borgað háa summu fyrir leikmenn sem stóðust ekki væntingar. Nefna má Paul Pogba og Angel Di Maria sem dæmi.

Liverpool er talið geta borgað 85 milljónir punda fyrir Nunez sem er 22 ára gamall og átti frábært tímabil með Porto.

Man Utd óttast það að fara í kaupstríð við Liverpool um leikmanninn og myndi þessi upphæð hækka og hækka með tímanum ef það yrði raunin.

Það getur verið áhættusamt að borga svo mikið fyrir leikmann sem býr yfir engri reynslu úr ensku deildinni og hefur aðeins spilað í Portúgal og Úrúgvæ.

Nunez er 22 ára gamall og skoraði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir niðurlæginguna á Íslandi – „Af hverju ætti ég að hætta?“

Allt á suðupunkti eftir niðurlæginguna á Íslandi – „Af hverju ætti ég að hætta?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndaveisla frá Laugardalsvelli, 5-0

Myndaveisla frá Laugardalsvelli, 5-0