Erik ten Hag stjóri Manchester United er mættur til starfa og byrjaður að skoða þá hluti sem þarf að laga svo félaginu vegni betur.
Ten Hag tekur við erfiðu verkefni en United hefur verið í krísu frá því að Sir Alex Ferguson lét af störfum árið 2013.
Ten Hag kemur til United frá Ajax og í dag er fjallað um það að allir leikmenn liðsins hafi fengið tölvupóst. Leikmenn eru í sumarfríi og vildi Ten Hag ná til þeirra.
Ensk blöð segja frá en þar kemur að Ten Hag hafi látið vita að fótbolti væri liðsíþrótt og ekki væri pláss fyrir leikmenn sem teldu sig vera stærri og merkilegri en næsti maður.
Hann lét leikmenn vita af því að allar æfingar væru eins og leikur fyrir honum, krafan væri að æft yrði á sama hraða og spilað.
Ten Hag ku hafa látið vita að þeir muni æfa af meiri krafti en þeir venjast, ef þeir fylgi honum muni allt ganga vel.
Hann lét einnig vita af leikmenn væru ekki klárir í bátana þá myndi hann fylla í þeirra skörð með yngri leikmönnum.
Hreinsanir eru byrjaðar hjá United en Paul Pogba, Jesse Lingard og Juan Mata hafa allir kvatt félagið.