Forráðamenn Manchester United eru orðnir ansi vongóðir um það að félagið geti keypt Frenkie de Jong frá Barcelona í sumar.
De Jong hefur ekki verið viss um það hvort skrefið til United í sumar sé það besat en hann er að átta sig á því að Barcelona vill selja hann.
Sam Pilger hjá Four Four Two og fleiri miðlum segir frá. Hann segir að De Jong vilji nú vinna aftur með Erik ten Hag en þeir unnu saman hjá Ajax.
Pilger segir svo einnig að United muni nú leggja fram formlegt tilboð til Barcelona þegar félagið hefur fengið þau skilaboð að De Jong vilji ganga í raðir félagsins.
De Jong lék undir stjórn Ten Hag hjá Ajax en var seldur til Barcelona sumarið 2019 fyrir 72 milljónir punda.
#MUFC increasingly hopeful of signing Frenkie de Jong. The biggest obstacle had been his own reluctance, but he is coming to accept Barcelona want to sell him. Being reunited with Ten Hag now has a strong appeal.
— Sam Pilger (@sampilger) June 10, 2022