Í gær var greint frá því að það væri búið að bjóða Getafe að semja við stórstjörnuna Gareth Bale sem leitar sér að nýju liði.
Bale er að yfirgefa herbúðir Real Madrid eftir langa dvöl og sagði forseti Getafe í viðtali í gær að hann væri búinn að ræða við umboðsmann Bale.
Jonathan Barnett er umboðsmaður Bale en hann kannast hins vegar ekkert við að hafa rætt við Angel Torres, forseta spænska liðsins.
,,Ég er ekki einu sinni með númerið hjá forseta Getafe,“ sagði Barnett en þetta er haft eftir blaðamanninum virta Fabrizio Romano.
Baler á leið á HM í Katar með Wales í lok árs og þarf að finna sér nýtt félag sem fyrst.
Það hefur mikið verið talað um að Bale sé á heimleið til Wales en hann gæti skoðað þann möguleika að spila áfram á Spáni.