Stórstjarnan Harry Maguire gifti sig á dögunum en hann og Fern Hawkins gengu í það heilaga í síðasta mánuði.
Parið ákvað að gifta sig í laumi í maí mánuði en mun halda stóra veislu í sumar þar sem öllum fjölskyldumeðlimum og vinum verður boðið.
Maguire er vel þekktur á meðal knattspyrnuáhugamanna en hann er fyrirliði Manchester United á Englandi.
Fern birti mynd á samskiptamiðla í gær þar sem hún sýnir frá hringnum í fyrsta sinn og ljóst að gripurinn hefur kostað sitt.
Maguire er dýrasti varnarmaður frá upphafi en hann kostaði Man Utd 80 milljónir punda fyrir þremur árum.
Fern og Maguire hafa verið saman í mörg og hefur hún séð hann spila með Sheffield United, Hull, Leicester og nú síðast Rauðu Djöflunum.
Gripinn má sjá hér fyrir neðan.