fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Þjóðadeildin: Tvö mörk í uppbótartíma í dramatískum sigri Hollands

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 8. júní 2022 20:46

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir voru spilaðir í A og B-deild Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Belgía vann stórsigur gegn Pólverjum á meðan Holland vann útisigur á Wales. Úkraína og Skotland unnu einnig sigra.

Belgía tók Pólland í kennslustund á King Baudouin-vellinum. Robert Lewnadowski kom Pólverjum í forystu á 28. mínútu en Axel Witsel jafnaði fyrir Belga á lokamínútum fyrri hálfleiks.

Belgía skoraði fimm mörk í síðari hálfleiknum. Kevin De Bruyne, Leandro Trossard, Leander Dendoncker og Lois Openda komust allir á blað. Trossard, leikmaður Brighton, skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inná sem varamaður á 66. mínútu.

Holland vann þá dramatískan útisigur á Wales. Rhys Norrington Davies virtist vera að tryggja Wales eitt stig þegar hann jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma eftir að Teun Koopmeiners hafði komið Hollendingum yfir á upphafsmínútum síðari hálfleiks.

Wout Weghorst tók sig til og skoraði sigurmark Hollands á fjórðu mínútu uppbótartíma, tveimur mínútum eftir jöfnunarmark Wales. Holland er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðli 4 í A-deild. Wales er stigalaust á botninum.

Þá vann Úkraína 1-0 sigur gegn Írlandi á útivelli. Viktor Tsygankov kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði eina mark leiksins mínútu síðar. Skotar unnu 2-0 sigur gegn Armenum. Anthony Ralston og Scott Mckenna gerðu mörk Skota en þau komu bæði í fyrri hálfleik.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar