fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
433Sport

Íslenskar landsliðskonur áttu misjafnan dag í Svíþjóð

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 8. júní 2022 19:06

Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og félagar hennar í Rosengård eru í góðum málum í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta eftir 6-0 sigur gegn Kalmar í Íslendingaslag í dag. Hallbera Guðný Gísladóttir leikur með síðarnefnda liðinu.

Gestirnir í Rosengård voru komnir í þriggja marka forystu eftir korters leik. Paige Culver setti boltann í eigið net strax á annarri mínútu áður en Loreta Kullashi og Olivia Schough bættu við forystuna.

Charlotte Grant skoraði fjórða markið sex mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og Stefanie Sanders og Mimmi Larsson bættu við fimmta og sjötta markinu í þeim síðari.

Guðrún lék að vanda allan leikinn í vörn Rosengård sem situr á toppnum í sænsku úrvalsdeild kvenna með 33 stig, fimm stigum á undan Linköping í öðru sæti þegar 13 umferðum er lokið. Hallbera lék einnig allan leikinn með Kalmar sem er í 11. sæti með 9 stig.

Þá fór Kristianstad upp í þriðja sætið með 2-0 útsigri gegn Vittsjo. Evelyne Viens skoraði bæði mörk liðsins í sitthvorum hálfleiknum. Amanda Andradóttir kom inná á 68. mínútu. Elísabet Gunnardóttir er þjálfari Kristianstad.

Häcken þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Eskiltunna á heimavelli. Elise Stenevik skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Häcken á 21. mínútu en liðið er í fjórða sæti með 26 stig.

Örebro með hana Berglindi Rós Ágústsdóttur innanborðs þurfti einnig að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli. Berglind lék allan leikinn. Örebro er í 10. sæti með 15 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr stjóri Fiorentina dásamar Albert – „Hann elskar að taka ábyrgð“

Nýr stjóri Fiorentina dásamar Albert – „Hann elskar að taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez
433Sport
Í gær

Ronaldo mun fá minna að spila

Ronaldo mun fá minna að spila
433Sport
Í gær

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Í gær

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París