England og Þýskaland, tvö stórveldi í fótbolta, mættust á Allianz-vellinum í Munchen í þriðja riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Jonas Hofmann kom Þjóðverjum yfir þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. England setti pressu á heimamenn eftir markið og uppskáru víti á lokamínútunum þegar Harry Kane féll við í teignum.
Dómarinn dæmdi vítaspyrnu með aðstoð myndbandsdómgæslu. Kane fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi en lengra komust Englendingar ekki og niðurstaðan jafntefli.
Ítalir unnu Ungverja í hinum leiknum í þriðja riðli A-deildar í kvöld og tryggðu sér þar með toppsætið í riðlinum þegar tveim umferðum er lokið.
Nicolo Barella og Lorenzo Pellegrini sáu til þess að Ítalía leiddi 2-0 í hálfleik. Gianluca Mancini setti svo boltann í eigið net eftir rúman klukkutíma leik og minnkaði þar með muninn fyrir Ungverjaland en lokatölur í kvöld 2-1 sigur heimamanna.
Ítalía er efst í riðlinum með fjögur stig, Ungverjaland er með þrjú stig, Þýskaland tvö og England eitt.