fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Þjóðadeildin: England náði stigi í Þýskalandi – Ítalir efstir

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 7. júní 2022 20:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England og Þýskaland, tvö stórveldi í fótbolta, mættust á Allianz-vellinum í Munchen í þriðja riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Jonas Hofmann kom Þjóðverjum yfir þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. England setti pressu á heimamenn eftir markið og uppskáru víti á lokamínútunum þegar Harry Kane féll við í teignum.

Dómarinn dæmdi vítaspyrnu með aðstoð myndbandsdómgæslu. Kane fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi en lengra komust Englendingar ekki og niðurstaðan jafntefli.

Ítalir unnu Ungverja í hinum leiknum í þriðja riðli A-deildar í kvöld og tryggðu sér þar með toppsætið í riðlinum þegar tveim umferðum er lokið.

Nicolo Barella og Lorenzo Pellegrini sáu til þess að Ítalía leiddi 2-0 í hálfleik. Gianluca Mancini setti svo boltann í eigið net eftir rúman klukkutíma leik og minnkaði þar með muninn fyrir Ungverjaland en lokatölur í kvöld 2-1 sigur heimamanna.

Ítalía er efst í riðlinum með fjögur stig, Ungverjaland er með þrjú stig, Þýskaland tvö og England eitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United