Raphinha kantmaður Leeds hefur hafnað því að ganga í raðir Liverpool en hann vill einungis fara til Barcelona.
Sport á Spáni fjallar um málið og segir að Raphinha hafi ekki viljað fara í viðræður við Liverpool.
Vandræði eru þó með kaup Barcelona á honum en Leeds heimtar 50 milljónir punda. Hefði Leeds fallið úr ensku úrvalsdeildinni hefði Raphinha kostað í kringum 20 milljónir punda.
Leeds bjargaði sér á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar en Xavi vill ólmur krækja í kantmanninn knáa í sumar.
Til þess að það gangi eftir þarf Barcelona að selja leikmenn og er Frenkie de Jong sterklega orðaður við Manchester United.
Líklegt er talið að Liverpool hafi viljað skoða kaup á Raphinha nú þegar Sadio Mane virðist vera á förum.